Kammerkór Suðurlands frumflytur Tavener í London

Kammerkór Suðurlands heldur tónleika í Southwark dómkirkjunni í Lundúnum 15. nóvember nk. kl. 19.  Á tónleikunum munu kórinn frumflytja nýtt verk eftir sir John Tavener – Þrjár Shakespeare Sonnettur, sem hann samdi sérstaklega fyrir Kammerkór Suðurlands, frumflytja nýtt verk eftir breska tónskáldið Jack White, einnig samið sérstaklega fyrir kórinn ásamt íslenskum verkum, sem kórinn hefur nýlokið við að hljóðrita, eftir ung íslensk tónskáld, þ.á.m. Kjartan Sveinsson, kenndan við Sigur Rós.
Kórinn mun einnig flytja verk af hljómplötunni okkar Iepo Oneipo (Heilagur draumur), sem kom út árið 2010 með verkum Taveners.
Einsöngvarar á tónleikunum verða Björg Þórhallsdóttir, Tui Hirv, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir,
Eyjólfur Eyjólfsson og Hrólfur Sæmundsson.
Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *