UNM 2014

UNM 2014

Íslandsnefnd UNM hefur tilkynnnt val þeirra tónverka sem flutt verða í Malmö 2014. Alls bárust nefndinni um 25 verk. Dómnefnd valdi úr innsendum verkum 7 verk 7 ólíkra tónskáld sem verða flutt í Malmö næstkomandi ágúst.

Í dómnefndinni sátu Anna Þorvaldsdóttir, tónskáld og Una Sveinbjarnardóttir, fiðluleikari. Listinn er eftirfarandi:

Höfundar í stafrófsröð og verk

  • Bára Gísladóttir – Eldtungur í Vaðlaheiði
  • Bergrún Snæbjörnsdóttir – Dálás
  • Finnur Karlsson – Hrafnaþing 
  • Gísli Magnússon – Verk fyrir klarinett og slagverk
  • Hafsteinn Þórólfsson – Þjóðsaga (tónskáld getur valið hluta verksins til flutnings í samráði við hátíðina.)
  • Halldór Smárason – átt, f. hljómsveit (til vara Skúlptúr 1)
  • Haukur Þór Harðarson – String Quartet No. 1

 

Hægt verður að senda inn verk vegna UNM 2015 í byrjun desember næstkomandi, en þá verður hátíðin haldin í Finnlandi.

 – – –

 

Samnorræna tónlistarhátíðin Ung Nordisk Musik (UNM) hefur skipað sér sess sem einn af mikilvægustu vettvöngum ungra tónskálda og tónlistarflytjenda innan tónlistarsenunnar á Norðurlöndum, verandi reynslumiðlandi á samstörf flytjenda og tónskálda, tengsla tónskálda við kollega sína á Norðurlöndunum sem og skapað sterk menningartengsl þátttökulandanna. Hátíðin hefur verið starfrækt árlega frá árinu 1946 og ferðast á milli landanna sem að hátíðinni standa; Noreg, Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi og Danmörku.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *