Styrkir í febrúar og mars

g87Reglulegar úthlutanir

Tónskáldasjóður RÚV styrkir tónskáld til nýsköpunar tónverka. Sendið umsóknir í pósti til RÚV stílaðar á útvarpsstjóra. Sjóðsnefndin fundar u.þ.b. annan hvern mánuð.

Menningarsjóður FÍH tekur við umsóknum allt árið á heimasíðunni sinni. Sjóðsnefndin fundar u.þ.b. annan hvern mánuð.

Reykjavík Loftbrú er með umsóknarfrest í lok hvers mánaðar.

Sjóðir í febrúar og mars í tímaröð

1. febrúar
Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn. Sjóðurinn á að efla sænsk-íslenska samvinnu, styðja gagnkvæm menningarsamskipti og fræða um sænska og íslenska menningu og þjóðfélög. Sjóðurinnn styrkir á ári hverju tvíhliða samstarf  einkum á sviði menningar, menntunar og rannsókna

3. febrúar
Norræni menningarsjóðurinn – Nordisk kulturfond styrkir menningarsamstarf milli Norðurlandanna. Oftast er gerð krafa um minnst þriggja landa samstarf.

5. febrúar
Norræna menningargáttin, ferða- og dvalarstyrkir. Dvalarstyrkir eru ætlaðir til allrar lista- og menningarstarfsemi á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum: Fagfólks innan allra listgreina, höfunda fagurbókmennta, þýðenda, sýningarstjóra, framleiðenda, blaðamanna sem starfa við menningartengt efni, menningarfræðinga o.s.frv.

5. febrúar

Ýlir – tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk hefur hafið umsóknarferli sitt fyrir tónleika og verkefni sem fyrirhuguð eru á árinu 2014.

12. febrúar
Menningarráð Norðurlands vestra úthlutar styrkjum til menningarverkefna í landshlutanum.

15. febrúar
The American-Scandinavian Foundation – styrkja menningartengd verkefni í Skandinavíulandi og Bandaríkjunum. Verkefnin verða að vekja áhuga almennings á menningu landsins sem kynnt er í verkefninu.

15. febrúar
Letterstedska. Ferðastyrkir,  ráðstefnuhald og útgáfa.

20. febrúar
NATA.  North Atlantic Tourist Association sér um að móta sameiginlega stefnu í ferðamálum fyrir Vestur-Norðurlönd (Ísland, Grænland og Færeyjar) og styrkir ýmis verkefni sem efla ferðaþjónustu innan svæðisins, m.a. menningartengd verkefni.

24. febrúar
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar veitir styrki til verkefna sem tengjast menningu og listum. Til að nálgast umsóknareyðublað þarf að sækja um aðgang að íbúagátt á heimasíðu bæjarins.

28. febrúar
Kraumur tónlistarsjóður auglýsir eftir umsóknum fyrir verkefni á sviði íslenskrar tónlistar sem ráðgert er að eigi sér stað árið 2014. Kraumur er sjálfstæður sjóður sem hefur það meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi og faglegri aðstoð við unga listamenn.

28. febrúar
Menningarsjóður Íslands og Finnlands. Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og Íslands. Í því skyni veitir sjóðurinn árlega ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir eru öðru fremur veittir einstaklingum. Stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á. Styrkir til að sækja norrænar eða alþjóðlegar ráðstefnur koma að jafnaði ekki til greina.

1. mars
Ernst von Siemens er alþjóðlegur sjóður sem styrkir commissionir, hátíðir, námskeið og fleira sem tengist tónskáldum og nýjum verkum. Ég mæli með því að sem flestir finni sér flytjanda til að sækja um í sjóðinn fyrir commission. Eins ef þið haldið utan um hátíð eða tónleikaröð sem leggur áherslu á nýja tónlist er um að gera að sækja hér um. Allar upplýsingar má finna á heimasíðu sjóðsins  http://www.evs-musikstiftung.ch/en/

1. mars
Framlag til norsks-íslensks menningarstarfs. Markmið framlagsins er að stuðla að fjölbreyttu menningarsamstarfi Noregs og Íslands og geta Norðmenn og Íslendingar sótt um framlag til verkefna sem teljast mikilvæg í báðum löndum og vera líkleg til að leiða til varanlegra tengsla milli fagmanna, listamanna og fræðimanna. Verkefnin skulu endurspegla fjölbreytt listræn form og hafa í senn skírskotun til sögunnar og samtímans.

1. mars
Scandinavia – Japan Sasakawa Foundation. Veitir styrki til að efla tengsl Íslands og Japans. Styrkirnir eru veittir til verkefna í samstarfi eða í tenglsum við japanska aðila. Veittir eru m.a. ferðastyrkir, námsstyrkir og styrkir til skammtímadvalar. Fyrir hönd Íslandsdeildar tekur Björg Jóhannesdóttir við umsóknum bjorgmin[at]gmail.com

17. mars
Evrópa unga fólksins er samstarfsverkefni ESB, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og UMFÍ. Áætlunin veitir styrki fyrir ungt fólk á aldrinum 13-30 ára og þá sem starfa með ungu fólki.

25. mars
Samfélagssjóður Landsvirkjunar. Stefna sjóðsins er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.