Frumflutningur á verki Þráins Hjálmarssonar ‘(MMXIV) mise en scène’ á Nordlichter 2014, Berlín

Ensemble Adapter. Mynd: Rut Sigurðardóttir
Ensemble Adapter. Mynd: Rut Sigurðardóttir

Ensemble Adapter kemur fram á Norrænu tónlistar- og myndlistarhátíðinni í Berlín, Nordlichter 2014, þann 28. febrúar næst komandi. Tónleikar Adapters bera yfirskriftina ‘Lost and found’ (ísl. týnt og fundið) og skírskotar til týndra og nýfundinna gersema frá Norðurlöndunum. Er þar að finna þrjá frumflutninga á verkum upprennandi tónskálda af Norðurlöndunum, þeirra Simon Loffler (DK), Þráins Hjálmarssonar (IS) og Jouni Hirvelä (FI) sem er blandað saman við eldri „týndar“ gersemar frá Norðurlöndunum. Verk Þráins ber heitið (MMXIV) mise en scène og er skrifað fyrir hópinn af þessu tilefni. Sjá nánar um verk Þráins á http://thrainnhjalmarsson.info/

Ensemble Adapter skipa Kristjana Helgadóttir (flautu), Ingólfur Vilhjálmsson (klarínett), Gunnhildur Einarsdóttir (harpa), Matthias Engler (slagverk). Nánar um Adapter á http://www.ensemble-adapter.de/

Nánari upplýsingar um hátíðina, Nordlichter 2014, er að finna á http://www.nordlichter-biennale.de/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *