Naxos, útgáfurisi sígildrar- og samtímatónlistar, gefur út disk með verkum Áskels Mássonar

masson-cdÁ dögunum komu fjögur kammer-hljómsveitarverk Áskels Mássonar út á geisladiski á vegum Naxos útgáfunnar. Flytjendur eru Caput-hópurinn, Jens Björn-Larsen, Guðrún Ólafsdóttir og Joel Sachs.

Naxos útgáfan er í dag eitt virtasta og öflugasta útgáfufélag á hljóðritum með sígildri- og samtímatónlist og gefur út að jafnaði meira en 30 diska í hverjum mánuði.

Verk Áskels eru fyrstu tónverk eftir Íslending sem út hafa komið hjá þessari stóru útgáfu, ef undanskilin eru kammerverk Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Öll verkin hafa verið flutt við frábæran orðstír á virtum tónlistarhátíðum, s.s. Gulbenkian-hátíðinni í Lissabon, „Focus“ Scandinavia Today í New York og International Brass Conference í Finnlandi og hafa verið gefin út á nótum hjá Svissnesku útgáfunni Editions BIM.

askell_masson_bg

Margt hefur verið á döfinni hjá Áskeli að undanförnu, m.a. má nefna að tvö verk eftir hann eru lögð til grundvallar í hinni geysistóru ARD-keppni í hljóðfæraleik sem haldin er í Munchen og á Norrænum Músíkdögum, sem haldnir voru í Helsinki fyrir nokkru, var hann nefndur „eitt mesta núlifandi tónskáld norðurlandanna“ af hinum virta gagnrýnanda Mats Liljeroos hjá Huvudstadbladet í Helsinki.

Diskurinn hefur þegar hlotið mjög góða gagnrýni í ítalska tónlistartímaritinu Percosi Musicali. Hér fyrir neðan má sjá brot úr gagnrýninni í enskri þýðingu Áskels Mássonar, en greinina í heild sinni má sjá hér: http://ettoregarzia.blogspot.com/2014/01/askell-masson-kammersinfonia-elja-ymni.html

Meiri upplýsingar um Áskel má finna á heimasíðu hans http://askellmasson.com/

Company: Percorsi Musicali

Music critic: Ettore Garzia

Percorsi Musicali deals with all types of music with a preference towards contemporary music and jazz improvisation and it is an official reviewer for Naxos Records.

 

Below are excepts from the article in Italian, translated to English by Askell Masson:

 

„Masson is a distinctive composer who uses some general principles of atonality and dodecaphony which he fuses with Icelandic folklore structures, engendering a unique sound, with powerful evocative passages created by the instruments“.

„The compositions of Masson are strong examples of academic equivocality, (on the disc, we have);

„Elja“ (inspired by a well known Icelandic folk poem),

„Ymni“ (bucolic composition with vocal fragment of a text by the Icelandic poet Gunnar Gunnarsson),

„Maes Howe“ (an inventive concerto for tuba which melts together virtuosity, folk poetry and the landscape of Orkney) as well as the

„Kammersinfonia“ ( four movements significantly moderated through traditional working methods),

which, combined with atonal methods, show themselves as a perfect vehicle for a certain type of expression and movement of sound“.

„it is through composers like Masson that we overcome barriers of lost, deep knowledge, which stems from isolation, often due to unfair geographical limits“.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *