Íslensku tónlistarverðlaunin 2014

b.640.480.0.0.stories.l_g_fdfcc6bac45dSkráning er hafin til þátttöku í Íslensku tónlistarverðlaununum 2014

  • Veitt eru verðlaun fyrir tímabilið 16. nóvember 2013 til 15. nóvember 2014
  • Tímafrestur fyrir verk sem koma út fyrir 1. nóvember 2014 er til miðnættis 8. nóvember en skilafrestur á efni sem kemur út eftir 1. nóvember er til 15. nóvember.
  • Verðlaunahátíðin mun fara fram í Hörpu þann 20. febrúar 2015
  • Afhendingin verður tvískipt; hátíðarhádegisverður í Norðurljósum og seinni hlutinn í Silfurbergi um kvöldið
  • Verðlaun verða veitt í alls 30 flokkum

Á heimasíðu Íslensku tónlistarverðlaunanna er hafin skráning til þátttöku í Íslensku tónlistarverðlaununum vegna verka ársins 2014. Tilnefningar til verðlaunanna verða kynntar á Degi íslenskrar tónlistar föstudaginn 5. desember en verðlaunahátíðin sjálf fer fram í Hörpu föstudaginn 20. febrúar 2015.

Nánari upplýsingar um skráningu til ÍTV 2014

Um er að ræða verk gefin út á tímabilinu 16. nóvember 2013 til 15. nóvember 2014. Verk sem komu út fyrir 1. nóvember í ár þarf að skrá fyrir miðnætti föstudaginn 8. nóvember en verk sem koma út á tímabilinu 1. – 15. nóvember er hægt að skrá til miðnættis 15. nóvember. Jafnframt er eindregið mælst til þess að 8 – 10 eintökum af hverju verki verði komið til Íslensku tónlistarverðlaunanna að Laugavegi 105, 101 Reykjavík (þar sem Iceland Airwaves, ÚTÓN og Tónverkamiðstöð eru til húsa). Skráning er endurgjaldslaus. Verk sem koma út eftir 15. nóvember eru gjaldgeng til þátttöku í Íslensku tónlistarverðlaununum 2015.

 

Í ár verða veitt verðlaun í 29 flokkum að viðbættum Heiðursverðlaunum Íslensku tónlistarverðlaunanna. Flokkum hefur verið fjölgað um fjóra en nú verða veitt verðlaun fyrir Tónlistarviðburð ársins í öllum flokkum og í flokknum popp og rokk verður verðlaunað fyrir popp annars vegar og rokk annars staðar í Plata ársins og Lag ársins. Reglur og leiðbeiningar Íslensku tónlistarverðlaunanna er að finna á heimasíðu þeirra. Spurningum og fyrirspurnum varðandi gjaldgengi og fyrirkomulag skal beint til Maríu Rutar í gegnum netfangið iston@iston.is eða í síma 897 5357, eða til Eiðs Arnarssonar í gegnum netfangið eidura@gmail.com eða í síma 696 7450.

 

ATHUGIÐ að í fyrra var gerð sú breyting að tillögum og ábendingum um besta tónlistarmyndbandið skal skilað inn núna en ekki eftir áramót eins og áður var.

Stjórn ÍTV

Stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna skipa Róbert Þórhallsson og Helgi Björnsson auk framkvæmdastjóranna Maríu Rutar Reynisdóttur og Eiðs Arnarssonar.
Íslensku tónlistarverðlaunin eru haldin fyrir tilstuðlan hagsmunafélaga tónlistarinnar undir merkjum Samtóns.

 

Íslensku tónlistarverðlaunin á Facebook:
http://www.facebook.com/islenskutonlistarverdlaunin

Heimasíða Íslensku tónlistarverðlaunanna:
http://www.iston.is/