Auglýst eftir verkum fyrir UNM 2015, Helsinki

cropped-screen-shot-2011-12-17-at-18-45-06

Auglýst er eftir verkum fyrir tónlistarhátíðina Ung Nordisk Musik 2015,

en hún verður að þessu sinni haldin 1-5. september í Helsinki, Finnlandi.

Tónskáld fædd árið 1985 og seinna eru hvött til að að skila inn verkum,
en þó er gerð undantekning með aldur ef tónskáldið er ennþá í námi.
Allir hljóðmiðlar eru gjaldgengir hvort sem þeir eru tónsmíð á pappír, rafverk,
innsetningar og svo framvegis.

Skilafrestur er þann 1. desember næstkomandi (póststimpill gildir).

Þau tónskáld sem valin eru og gerast með því fulltrúar Íslands á hátíðinni er
gert að mæta á alla viðburði hátíðarinnar á meðan henni stendur.

Hvert tónskáld má skila inn mest þremur verkum til dómnefndar.
(Upptökur vel þegnar ásamt pappír)

Skila skal hverju verki inn í þremur eintökum undir sama dulnefni.
Ef upptökur eða annað aukaefni fylgir skilast slíkt einnig í þremur eintökum undir dulnefni.

Með verkinu/verkunum þarf að fylgja í lokuðu umslagi upplýsingar um
tónskáldið þar sem fram kemur: Nafn, heimilisfang, netfang og símanúmer.

Berist til:
UNM-Ísland
Bergrún Snæbjörnsdóttir
Grettisgötu 67
101 Reykjavík

Fyrirspurnir sendist á: unmiceland@gmail.com

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *