Tónskáldasjóður RÚV og STEFs

Tónskáldasjóður RÚV og STEFs hefur það markmið að stuðla að frumsköpun og útbreiðslu íslenskrar tónlistar. Það gerir sjóðurinn m.a. með því að veita fjárstuðning til höfunda fyrir tónsmíði og heildstæð verk og er sérstaklega horft til fagþekkingar auk þess sem metnaðarfyllri og yfirgripsmeiri verkefni hljóta forgang. Einnig er tilgangur sjóðsins að veita fjárstuðning við nýsköpun verka til flutnings í miðlum RÚV.

Sjóðurinn úthlutar styrkjum þrisvar á ári samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins á grundvelli samþykkta hans og verklagsreglna stjórnar. Sjóðurinn er gegnumstreymissjóður sem er fjármagnaður af RÚV og með hluta þeirra höfundarréttargreiðslna sem RÚV greiðir á ári hverju. Úthlutað er styrkjum að upphæð um það bil 25 m.kr árlega til u.þ.b. 40-70 verkefna.

Stjórn sjóðsins

Stjórn sjóðsins skipa þrír aðilar; Útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, Veigar Margeirsson fulltrúi Félags tónskálda og textahöfunda og Ríkharður H. Friðriksson fulltrúi Tónskáldafélags Íslands. STEF tilnefnir aðila FTT og TÍ. Ritari sjóðsins er Þóra Pétursdóttir, starfsmaður RÚV.

Umsóknir

 • Umsóknir um úthlutun eru sendar inn í gegnum vefgátt á heimasíðu RÚV.
  • Úthlutað er þrisvar á ári.
  • Umsækjandi skal tilkynna um verklok á netfangið tonskaldasjodur@ruv.is. Lokagreiðsla er jafnan ekki greidd fyrr en verklok hafa verið staðfest.
  • Hver listamaður fær ekki stuðning oftar en einu sinni á ári og ekki er veittur styrkur til listamanns sem ekki hefur lokið verki sem þegar hefur verið styrkt.
  • Óskað er eftir því að stuðnings sjóðsins sé getið í tónleikaskrá eða á öðrum vettvangi þar sem því verður við komið.
  • Netfang sjóðsins er tonskaldasjodur@ruv.is.

Við viljum benda á að hver sem er getur sótt um, þ.e. tónskáld, flytjandi, flytjendahópar, tónlistarhátíðir o.s. frv. og eru dæmi um slíkar úthlutanir á síðustu árum.

Tónverkamiðstöð leggur til að eftirfarandi atriði komi fram í umsókninni, eftir því sem hægt er að koma við í umsóknarforminu í vefgáttinni.

 • Umsækjandi.
 • Tónskáld, lengd tónverks, fjöldi hljóðfæra.
 • Áætlaður flutningur. Flytjandi, staður og tími.
 • Upphæð sem sótt er um.

Sem viðhengi:

 • Ítarleg og vel upp sett kostnaðaráætlun
 • Góð og skipuleg lýsing á verkefninu

Ef vafi leikur á um hversu háa upphæð er eðlilegt að sækja um, má hafa til hliðsjónar eftirfarandi erlenda taxta fyrir pantanir á tónverkum.

 


Nokkrir tenglar

Umsóknarsíða sjóðsins: http://www.ruv.is/form/tonskaldasjodur-umsokn

Upplýsingasíða sjóðsins: http://www.ruv.is/tonskaldasjodur

Samþykktir sjóðsins: http://www.ruv.is/sites/default/files/tonskaldasjodur_-_samthykktir.pdf

Netfang sjóðsins: tonskaldasjodur@ruv.is


Saga sjóðsins

Saga sjóðsins spannar um fimmtíu ár en stofnskrá núverandi sjóðs var undirrituð þann 3. apríl 2017. Þar renna saman tveir forverar hans, Tónskáldasjóður RÚV og Tónskáldasjóður Rásar 2. Fjölmörg verkefni af ólíkum stærðargráðum hafa hlotið stuðning en má þar nefna óperuna Ragnheiði, ýmis verkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Myrka Músíkdaga, tónlist í leiksýningum, tónlistin fyrir þáttaröðina Paradísarheimt á RÚV ofl. Jón Nordal sat í stjórn Tónskáldasjóðs Ríkisútvarpsins í 47 ár allt til ársins 2017. Eiríkur Tómasson sat í stjórn sjóðsins í 28 ár og Hörður Vilhjálmsson var starfsmaður sjóðsins árum saman en hann lét af þeim störfum árið 2015.

2 athugasemdir við “Tónskáldasjóður RÚV og STEFs

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *