UNM í Helsinki 2015

Íslandsnefnd Ung Nordisk Musik hefur tilkynnt um hvaða verk verða flutt fyrir hönd Íslands á UNM í Helsinki í byrjun september 2015. Þátttaka var sérstaklega góð í ár, en 32 verk 16 ólíkra tónskálda bárust dómnefndinni.

Dómnefndina skipuðu Páll Ragnar Pálsson og Berglind María Tómasdóttir, en þau fengu það erfiða verkefni að velja 7 tónverk til þess að senda á hátíðina.

Niðurstöður dómnefndar eru eftirfarandi (í engri sérstakri röð):

  • Gunnar Gunnsteinsson – Verk úr sjálfshjálpar-seríunni Finding your Mindpatterns
  • Þorkell Nordal – Hemill
  • Halldór Smárason – _a_at_na
  • Bergrún Snæbjörnsdóttir – Esoteric Mass
  • Haukur Þór Harðarson – What sound does the skull of a unicorn make?
  • Finnur Karlsson – Waves
  • Örnólfur Eldon – Bagatella

Hægt verður að senda inn verk vegna UNM 2016 í byrjun desember næstkomandi, en hátíðin verður í það sinn haldin í Árósum, Danmörku.