Auglýsum eftir framkvæmdastjóra í afleysingu

Tónverkamiðstöð auglýsir eftir kraftmiklum og drífandi einstaklingi til að leysa framkvæmdastjóra miðstöðvarinnar af frá 1. nóvember 2015 til 1. september 2016 vegna barnsburðarleyfis.

Viðkomandi þarf að hafa áhuga og þekkingu á íslenskri samtímatónlist, hafa góða skipulagshæfileika og vera mjög tæknifær. 

Framkvæmdastjóri heldur utan um rekstur miðstöðvarinnar, ber ábyrgð á fjármálum og bókhaldi ásamt því að sinna og skipuleggja öll helstu verkefni miðstöðvarinnar.

Helstu verkefni:

 • stjórnun á öllum verkefnum miðstöðvarinnar ásamt starfsmönnum miðstöðvarinnar
 • sinna samskiptum við fagaðila á Íslandi og erlendis, s.s. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Landsbókasafn, Íslandsstofu, ÚTÓN, IAMIC, Norræna músíkdaga og ýmsar tónlistarhátíðir í samtímatónlist.
 • hafa yfirumsjón með gagnagrunni og söluvef miðstöðvarinnar
 • hafa yfirumsjón með nýskráningu tónverka
 • vinna að kynningu á þeim verkum sem miðstöðin varðveitir bæði innanlands og erlendis
 • tryggja þjónustu og aðgengi að þeim tónverkum sem miðstöðin hefur á skrá
 • halda utan um öll fjármál miðstöðvarinnar í samvinnu við bókara
 • sjá um heimasíðu miðstöðvarinnar, Facebook og rafrænt fréttabréf

Hæfniskröfur:

 • menntun sem nýtist í starfi
 • hafa leiðtogahæfileika
 • hafa ríka samskiptahæfni
 • vera vel læs á nótur og þekkja íslenska samtímatónlist
 • hafa reynslu af rekstri
 • gott ef viðkomandi hefur reynslu af stjórnun
 • sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • mjög góð færni í íslensku og ensku bæði í rituðu og töluðu máli
 • mjög góða færni á tölvur og þekkja netkerfi eins og WordPress, MailChimp, Google Analytics og Facebook Pages

Umsóknir skulu berast fyrir 1. september í pósti merktar:

Tónverkamiðstöð

Umsókn um starf

Laugavegur 105

105 Reykjavík