Fundur fólksins

FUNDUR FÓLKSINS er lífleg tveggja daga lýðræðishátíð við Norræna húsið um samfélagsmál. Þar kemur fólk saman úr ólíkum áttum til að ræða málefnin dagana 2.-3. september. Boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka, þar sem opin skoðanaskipti eru leiðarstefið.

Hátíðin er vettvangur fyrir samfélagsumræðu og er öllum opin. Á dagskránni verða fundir, málþing, fyrirlestrar, tónlistaratriði og líflegar uppákomur frá morgni til kvölds, bæði innan og utandyra.

Hagsmunaaðilar og samtök í menningargeiranum standa fyrir umræðum og á dagskrá hátíðarinnar verða meðal annars:
Föstudaginn 2. september:
Kl. 12: Kassettugjaldið – framtíð höfundarréttar – Umræðufundur (STEF, SFH o.fl.)
Kl. 13: Listamenn eru líka „aðilar vinnumarkaðsins“ – Pallborðsumræður (BÍL)
Kl. 14: Hvar er menningarstefna stjórnmálaflokkanna – Pallborðsumræður (BÍL)
Laugardagur 3. september:
Kl. 13: Sýnileiki lista í fjölmiðlum – Pallborðsumræður (BÍL)
Kl. 14: Lifað af listinni – Leiksýning og samtöl (STEF, SFH o.fl.)
Kl. 15: Samspil lista og ferðaþjónustu – Pallborðsumræður (BÍL)
Kl. 16: Samfélag án lista – Pallborðsumræður (LHÍ)
 
Nánari upplýsingar um þessa dagskrárliði og miklu fleiri í dagskrárriti hátíðarinnar.