YRKJA: Verk Georgs Kára á Norrænum músíkdögum

Undanfarna mánuði hefur Georg Kári Hilmarsson tónskáld unnið með Nordic Affect og Huga Guðmundssyni í YRKJU, starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar fyrir ný tónskáld. Nú líður brátt að uppskeru því laugardaginn 30. september mun Nordic Affect m.a. frumflytja verk Georgs Kára, Treatise On Light.

Tónleikar Nordic Affect eru hluti af dagskrá Norrænna músíkdaga
og er efnisskrá þeirra aðgengileg á vefsíðu hátíðarinnar.

Í YRKJU-ferlinu varð til annað tónverk, Sami skugginn (The Same Shadow), sem Nordic Affect flutti á tónleikum í Skálholti í sumar sem leið. Hlýða má á tónleikaupptöku af verkinu hér, á Soundcloud-síðu Georgs Kára.

nordicaffect