Opin málstofa á Myrkum músíkdögum

Staða íslenskrar hljómsveitartónlistar

25. janúar kl. 14 | Kaldalóni í Hörpu

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur allt frá stofnun verið ötull flytjandi íslenskrar hljómsveitartónlistar enda er eitt af lögbundnum hlutverkum hennar að leggja rækt við íslenska tónsköpun. En hvernig sinnir Sinfóníuhljómsveitin best hlutverki sínu gagnvart íslenskri tónlist? Hvernig er hægt að efla samtal og samvinnu milli tónskálda og hljómsveitarinnar? Þetta er viðfangsefni málstofu sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir á Myrkum músíkdögum. Aðgangur á málstofuna er öllum opinn og hvetjum við sem flesta til að mæta.

Arna Kristín Einarsdóttir framkvæmdastjóri SÍ og Árni Heimir Ingólfsson listrænn ráðgjafi SÍ flytja stutt innlegg, en því næst taka við pallborðsumræður. Við pallborðið sitja Daníel Bjarnason staðarlistamaður SÍ, Atli Ingólfsson prófessor við Listaháskóla Íslands, Þórunn Gréta Sigurðardóttir formaður Tónskáldafélags Íslands og Arna Margrét Jónsdóttir tónsmíðanemi.

Fundarstjóri er Guðni Tómasson.

Viðburðurinn á Facebook