Reykjavík Festival hjá LA Philharmonic

Los Angeles Philharmonic stendur þessa dagana fyrir tónlistarhátíð, Reykjavík Festival sem er afsprengi samstarfs Daníels Bjarnasonar og LA Phil, en Daníel er listrænn stjórnandi hátíðarinnar ásamt Esa Pekka Salonen. Hátíðin varpar ljósi á íslenska samtímatónlist og spannar breitt svið, allt frá nokkrum af okkar helstu hljómsveitar- og kórverkum til nýrrar tónlistar sem verður ekki felld inn í ramma sígildrar- og samtímatónlistar. Fjölmörg tónskáld eiga verk á hátíðinni, m.a.

Anna Þorvaldsdóttir Hreiðar Ingi
Áskell Másson Hugi Guðmundsson
Atli Heimir Sveinsson Jóhann Jóhannsson
Atli Ingólfsson Jón Leifs
Bára Grímsdóttir Jón Nordal
Daníel Bjarnason Jórunn Viðar
Gunnar Andreas Kristinsson María Huld Markan Sigfúsdóttir
Hafliði Hallgrímsson Páll Ragnar Pálsson
Haukur Tómasson Sigurður Sævarsson
Hildur Guðnadóttir Úlfur Hansson
Hjálmar H. Ragnarsson Valgeir Sigurðsson
Hlynur Aðils Vilmarsson Þorkell Sigurbjörnsson
Hörður Áskelsson Þuríður Jónsdóttir

Hátíðin hófst laugardaginn 1. apríl með tónleikum Maxímúsar Músíkusar þar sem hljómsveitin lék hluta úr íslenskum tónverkum undir stjórn Daníels Bjarnasonar og kynnti þannig íslenska tónlist fyrir stórum hópi nýrra áheyrenda. Unnur Eggertsdóttir leikkona var í hlutverki sögumanns.

Maxímús stígur aftur á svið í dag en í gær voru formlegir opnunartónleikar hátíðarinnar í hinu viðfræga tónleikahúsi Walt Disney Hall, með hljómsveitum á borð við Amiinu, Múm, dj flugvél og geimskip og Skúla Sverrisson ásamt Ólöfu Arnalds.  Framundan eru svo tónleikar í Walt Disney Hall með LA Phil, kammerkórnum Schola Cantorum, Nordic Affect, Sigurrós, Bedroom Community og fleiri listamönnum.

Heildardagskrá má nálgast á vef Los Angeles Philharmonic.