Yrkja með Sinfóníuhljómsveit Íslands ’18-’19

Frestur til að sækja um þátttöku í Yrkju með Sinfóníuhljómsveit Íslands, starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar, rann út á miðnætti 1. apríl síðastliðinn. Tíu umsóknir bárust og voru allar lagðar fyrir dómnefnd á fundi þann 9. apríl að afstöðnu skoðunarferli. 
Í dómnefndinni sátu Karólína Eiríksdóttir, Atli Ingólfsson, Hallfríður Ólafsdóttir, Sigurgeir Agnarsson og Anna Þorvaldsdóttir sem jafnframt var formaður dómnefndar.

Til þátttöku í verkefninu voru valin Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir og Haukur Þór Harðarson.

Verkefnið hefst formlega þann 9. maí næstkomandi og mun standa í um níu mánuði. Yrkju með SÍ lýkur með frumflutningi Sinfóníuhljómsveitarinnar á verkum þátttakenda. Tónleikarnir verða liður í Myrkum músíkdögum 2019.

Við óskum Ingibjörgu Ýr og Hauki Þór til hamingju og bjóðum þau velkomin í Yrkju!