Yrkja V með Sinfóníuhljómsveit Íslands: Eygló og Sigurður Árni valin til þátttöku

Frestur til að sækja um þátttöku í Yrkju V með Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ), starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar fyrir ný tónskáld, rann út á miðnætti 3. mars síðastliðinn. Sjö umsóknir bárust og voru allar lagðar fyrir dómnefnd á fundi þann 13. mars að afstöðnu skoðunarferli. Í dómnefndinni sátu Bjarni Frímann Bjarnason, Hallfríður Ólafsdóttir, Hugi Guðmundsson, Karólína Eiríksdóttir og Anna Þorvaldsdóttir mentor verkefnisins og var hún jafnframt formaður … Lesa áfram Yrkja V með Sinfóníuhljómsveit Íslands: Eygló og Sigurður Árni valin til þátttöku

Íslensku tónlistarverðlaunin: Verðlaunahafar í sígildri og samtímatónlist – heildaryfirlit

Verðlaunahátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna var haldin miðvikudagskvöldið 13. mars. Þar kom berlega í ljós hve gróskumikið og gjöfult íslenskt tónlistarlíf er. Á vef ÍSTÓN er eftirfarandi umfjöllun um verðlaunahafa í flokki sígildrar og samtímatónlistar: Í flokki sígildrar og samtímatónlistar var það Víkingur Heiðar Ólafsson sem fór heim með verðlaunagripinn fyrir plötu ársins fyrir hljóðritun á hljómborðstónlist eftir Johann Sebastian … Lesa áfram Íslensku tónlistarverðlaunin: Verðlaunahafar í sígildri og samtímatónlist – heildaryfirlit

Íslensku tónlistarverðlaunin: Spectra eftir Önnu Þorvaldsdóttur tónverk ársins

  Verk Önnu Þorvaldsdóttur, Spectra, var valið tónverk ársins á verðlaunahátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna sem fram fór í gær. Í rökstuðningi dómnefndar segir: Flæðandi tónmál – hljóðheimur og línur sem ásækja mann löngu eftir að hlustun er lokið. Seiðandi en jafnframt ögrandi tónvefur. Verkið var samið fyrir NJORD tvíæringinn sem haldinn er í Kaupmannahöfn og var … Lesa áfram Íslensku tónlistarverðlaunin: Spectra eftir Önnu Þorvaldsdóttur tónverk ársins

Íslensku tónlistarverðlaunin: Jón Ásgeirsson hlýtur heiðursverðlaun Samtóns

Tónsmíðar Jóns Ásgeirssonar þekkir nánast hvert mannsbarn á Íslandi. Jón hlaut heiðursverðlaun Samtóns á verðlaunahátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna sem haldin var í gærkvöld. Tónverkamiðstöð óskar Jóni innilega til hamingju með heiðursverðlaunin og þakkar fyrir áralangt samstarf. Á vef Íslensku tónlistarverðlaunanna segir: Jón Ásgeirsson tónskáld hlaut heiðursverðlaun Samtóns í ár en það var mennta- og menningarmálaráðherra Lilja … Lesa áfram Íslensku tónlistarverðlaunin: Jón Ásgeirsson hlýtur heiðursverðlaun Samtóns

YRKJA V með SÍ: FRAMLENGING OG SÍÐUSTU DAGAR UMSÓKNARFRESTS!

UMSÓKNARFRESTUR FRAMLENGDUR TIL MIÐNÆTTIS 3. MARS 2019 Frestur til að sækja um þátttöku í Yrkju með Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið framlengdur til miðnættis sunnudagsins 3. mars. Það mun vera næsti sunnudagur svo nú þurfa tónskáld sem hyggjast sækja um Yrkju að hafa hraðar hendur. Að þessu sinni bjóða Tónverkamiðstöð og Sinfóníuhljómsveit Íslands tveimur tónskáldum að … Lesa áfram YRKJA V með SÍ: FRAMLENGING OG SÍÐUSTU DAGAR UMSÓKNARFRESTS!