YRKJA á Myrkum músíkdögum

YRKJA með MENGI - off venue á MMD Miðvikudaginn 25. janúar verður verk Tómasar Manoury, YRKJUM, frumflutt. Á vordögum 2016 var Tómas valinn til þátttöku í Yrkju með Mengi, samstarfsverkefni Tónverkamiðstöðvar og Mengis. Verkefnið hófst formlega þann 31. maí síðastliðinn og hefur Tómas síðan þá unnið undir handleiðslu Skúla Sverrissonar, listræns stjórnanda Mengis. YRKJU með MENGI lýkur … Lesa áfram YRKJA á Myrkum músíkdögum

Myrkir músíkdagar á næsta leiti

Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar verður haldin í Hörpu í næstu viku. Hátíðin hefst með fimmtudaginn 26. janúar og lýkur laugardaginn 28. janúar. Myrkir músíkdagar er ein elsta tónlistarhátíð landsins, stofnuð árið 1980 af Tónskáldafélagi Íslands sem vettvangur fyrir íslensk tónskáld til að fá verk sín flutt. Í dag er hátíðin vettvangur til að flytja og kynnast samtímatónlist … Lesa áfram Myrkir músíkdagar á næsta leiti

Íslensku tónlistarverðlaunin

ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN: OPIÐ FYRIR INNSENDINGAR Opnað hefur verið fyrir innsendingar í Íslensku tónlistarverðlaunin 2016 og stendur innsendingartímabilið til og með 15. janúar næstkomandi. Verðlaunin verða afhent föstudaginn 2. mars 2017 en veitt verða verðlaun fyrir tónlistarárið 2016. Tónverkamiðstöð hvetur öll tónskáld til að senda inn skráningu eftir því sem við á en alls verða veitt verðlaun í 30 flokkum að … Lesa áfram Íslensku tónlistarverðlaunin

YRKJA: Verk Georgs Kára á Norrænum músíkdögum

Undanfarna mánuði hefur Georg Kári Hilmarsson tónskáld unnið með Nordic Affect og Huga Guðmundssyni í YRKJU, starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar fyrir ný tónskáld. Nú líður brátt að uppskeru því laugardaginn 30. september mun Nordic Affect m.a. frumflytja verk Georgs Kára, Treatise On Light. Tónleikar Nordic Affect eru hluti af dagskrá Norrænna músíkdaga og er efnisskrá þeirra aðgengileg á vefsíðu … Lesa áfram YRKJA: Verk Georgs Kára á Norrænum músíkdögum

Norrænir músíkdagar 29/9 til 1/10

Tónlistarhátíðin Norrænir músíkdagar verður haldin dagana 29. september til 1. október í Hörpu. Hátíðin var stofnuð árið 1888 og er ein elsta tónlistarhátíð heims. Hún er haldin árlega til skiptis í höfuðborgum Norðurlandanna. Á hátíðinni munu koma fram hljómsveitir og einleikarar sem eru leiðandi í flutningi á samtímatónlist og flutt verða tónverk eftir tónskáld sem kalla … Lesa áfram Norrænir músíkdagar 29/9 til 1/10