YRKJA V með SÍ: FRAMLENGING OG SÍÐUSTU DAGAR UMSÓKNARFRESTS!

UMSÓKNARFRESTUR FRAMLENGDUR TIL MIÐNÆTTIS 3. MARS 2019 Frestur til að sækja um þátttöku í Yrkju með Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið framlengdur til miðnættis sunnudagsins 3. mars. Það mun vera næsti sunnudagur svo nú þurfa tónskáld sem hyggjast sækja um Yrkju að hafa hraðar hendur. Að þessu sinni bjóða Tónverkamiðstöð og Sinfóníuhljómsveit Íslands tveimur tónskáldum að … Lesa áfram YRKJA V með SÍ: FRAMLENGING OG SÍÐUSTU DAGAR UMSÓKNARFRESTS!

Yrkja með Sinfóníuhljómsveit Íslands ’18-’19

Frestur til að sækja um þátttöku í Yrkju með Sinfóníuhljómsveit Íslands, starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar, rann út á miðnætti 1. apríl síðastliðinn. Tíu umsóknir bárust og voru allar lagðar fyrir dómnefnd á fundi þann 9. apríl að afstöðnu skoðunarferli. Í dómnefndinni sátu Karólína Eiríksdóttir, Atli Ingólfsson, Hallfríður Ólafsdóttir, Sigurgeir Agnarsson og Anna Þorvaldsdóttir sem jafnframt var formaður dómnefndar. Til þátttöku í verkefninu … Lesa áfram Yrkja með Sinfóníuhljómsveit Íslands ’18-’19

Tom Manoury valinn til þátttöku í YRKJU með MENGI

Frestur til að sækja um þátttöku í Yrkju með Mengi, starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar, rann út á miðnætti 1. maí síðastliðinn. Níu umsóknir bárust og voru allar lagðar fyrir dómnefnd á fundi þann 10. maí að afstöðnu skoðunarferli. Í dómnefndinni sátu Berglind María Tómasdóttir tónskáld og flautuleikari, Elísabet Indra Ragnarsdóttir verkefnastjóri Mengis og Skúli Sverrisson tónlistarmaður og mentor verkefnisins. Niðurstaða … Lesa áfram Tom Manoury valinn til þátttöku í YRKJU með MENGI

YRKJA II með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Frestur til að sækja um þátttöku í Yrkju II með Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ), starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar, rann út á miðnætti 3. apríl síðastliðinn. Níu umsóknir bárust og voru allar lagðar fyrir dómnefnd á fundi þann 18. apríl að afstöðnu skoðunarferli. Í dómnefndinni sátu Anna Þorvaldsdóttir, Hrafnkell Orri Egilsson, Una Sveinbjarnardóttir, Þuríður Jónsdóttir og Daníel Bjarnason sem jafnframt var formaður dómnefndar. … Lesa áfram YRKJA II með Sinfóníuhljómsveit Íslands

AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM: YRKJA II með MENGI

Tónverkamiðstöð og Mengi kalla nú eftir umsóknum frá tónskáldum um þátttöku í YRKJU með Mengi. Umsóknarfrestur er til miðnættis 1. maí 2016. YRKJA er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar og veitir tónskáldum sem stödd eru á fyrri hluta starfsferils síns, tækifæri til að vinna með úrvali íslenskra listastofnana. Markmið Yrkju er að veita hagnýta reynslu sem getur orðið hornsteinn í … Lesa áfram AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM: YRKJA II með MENGI