Nítján íslensk verk frumflutt á NMD

Nú er tæp vika í að Norrænir músíkdagar fari fram í Hörpu en þar gefst áhugafólki um norræna samtímatónlist tækifæri til að drekka í sig það nýjasta sem er á seyði í Norrænum tónsmíðum. Efnisskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og inniheldur m.a.  frumflutninga á nítján íslenskum verkum. Dagskráin í heild sinni er á vefsíðu NMD en hér … Lesa áfram Nítján íslensk verk frumflutt á NMD

Fundur fólksins

FUNDUR FÓLKSINS er lífleg tveggja daga lýðræðishátíð við Norræna húsið um samfélagsmál. Þar kemur fólk saman úr ólíkum áttum til að ræða málefnin dagana 2.-3. september. Boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka, þar sem opin skoðanaskipti eru leiðarstefið. Hátíðin er vettvangur fyrir samfélagsumræðu og er öllum opin. Á dagskránni verða fundir, málþing, … Lesa áfram Fundur fólksins

Apríl 2017: Reykjavík Festival í Los Angeles

Vorið 2017, nánar tiltekið 1. til 17. apríl, stendur Los Angeles Philharmonic fyrir menningarhátíð sem ber yfirskriftina Reykjavík Festival. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar  eru Esa-Pekka Salonen og Daníel Bjarnason. Eins og lýst er á vef LA Phil spannar dagskrá hátíðarinnar breitt svið samtímatónlistar sem flutt verður af einvalaliði listamanna, en býður einnig upp á sjónlistir, fyrirlestra og kvikmyndir. Þegar hefur verið … Lesa áfram Apríl 2017: Reykjavík Festival í Los Angeles

Forseti Íslands settur í embætti – tónlistin við athöfnina

uðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands í gær, 1. ágúst. Eins og hefð gerir ráð fyrir var athöfnin tvískipt, annars vegar messa í Dómkirkjunni og hins vegar formleg innsetningarathöfn í Alþingishúsinu. Tónlistin lék stórt hlutverk í athöfninni og fer hér á eftir yfirlit yfir þau íslensku tónverk sem leikin voru við athöfnina, ásamt tenglum á viðkomandi verk í vefverslun Tónverkamiðstöðvar.

YRKJA II með Sinfóníuhljómsveit Íslands – umsóknarfrestur framlengdur til miðnættis 3. apríl

Frestur til að senda inn umsókn um þátttöku í YRKJU II með Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið framlengdur til miðnættis 3. apríl. Þetta er gullið tækifæri fyrir tónskáld til að semja verk fyrir sinfóníuhljómsveit undir handleiðslu eins okkar fremstu tónlistarmanna, vinna með hljómsveitarstjóra og hljóðfæraleikurum og kynnast innra starfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Nánari upplýsingar um YRKJU II … Lesa áfram YRKJA II með Sinfóníuhljómsveit Íslands – umsóknarfrestur framlengdur til miðnættis 3. apríl