Hleður

Posts by Signy

Yvar Mikhashoff Pianist/Composer Commissioning Project

ONLINE APPLICATION DEADLINE: November 15, 2017 at 11:59PM (EST)

Yvar Mikhashoff Pianist/Composer Commissioning Project

The Yvar Mikhashoff Trust for New Music is pleased to announce the guidelines for the eleventh annual international competition for pianist/composer collaborations. The goal of the competition is to encourage the composition and performance of new works for solo piano reflecting and continuing the legacy of the distinguished American pianist, Yvar Mikhashoff (1941-1993). The winning composer and pianist, who apply together as a team, will receive $4,000 (USD) each. The composer will write a new piece for piano solo, with or without electronics; this work will then be premiered by the pianist between January and September 2018. The competition is limited to applicants, both pianists and composers, born on or after January 1, 1983. For complete submission details, please go to: www.mikhashofftrust.org

Questions by email only to Amy Williams, Competition Coordinator (amy@mikhashofftrust.org).

Keuris tónsmíðakeppni

 

Auglýst er eftir umsóknum í tónsmíðakeppni Keuris. Sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan á ensku. (meira…)

Norrænir músíkdagar – opið fyrir umsóknir, Helsinki 2018

Norrænir músíkdagar kalla eftir verkum á hátíðina í Helsinki 2018. Þema hátíðarinnar að þessu sinni verður eining.

„In the world that is cracking into segments, the Nordic Music Days 2018 is looking for unity. In an age when cultural and political divisions between people get ever deeper, art music cannot go hiding in a ghetto – it must come out to the world. However, it will not suffice to only impress – art music must also be impressed by the world around us. Letting new ideas in will help us to bring new ideas out. Nordic Music Days 2018 will look for unity of music by embracing different genres and views, without sacrificing the artistic quality and ambition. To accept our differences is a common Nordic strength – that brings us unity.“

Kallað er eftir verkum í mörgum ólíkum flokkum. Umsóknarfrestur er til 19. september.

Sjá nánar á umsóknarvef Norrænna músíkdaga.

 

Sumarlokun tvær vikur

Í sumar verður afgreiðsla Tónverkamiðstöðvar lokuð tvær vikur, 17. -21. júlí og aftur 31. júlí -4. ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna. Áfram verður hægt að nálgast allar nótur á PDF formi á vefverslun miðstöðvarinnar.

Heimildamynd um Reykjavík Festival í LA

RÚV í samvinnu við ÚTÓN hefur útbúið stutta heimildamynd um Reykjavík Festival í LA, þar sem íslensk tónlist var í fararbroddi. Hátíðin var öll sú flottasta og stóð yfir í 10 daga í apríl síðastliðunum.

Myndina má sjá hér:

LAPhilfestival

 

YRKJA III með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Frestur til að sækja um þátttöku í Yrkju III með Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ), starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar, rann út á miðnætti 15. maí síðastliðinn. Sex umsóknir bárust og voru allar lagðar fyrir dómnefnd á fundi þann 26. maí að afstöðnu skoðunarferli. Í dómnefndinni sátu Haukur Tómasson, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Rúnar Óskarsson, Hallfríður Ólafsdóttir og Daníel Bjarnason sem jafnframt var formaður dómnefndar.

Í umsögn dómnefndar segir: 

Dómnefnd hefur farið yfir umsóknir um þátttöku í YRKJU III með Sinfóníuhljómsveit Íslands og metur tvo umsækjendur hæfasta, þau Gísla Magnússon og Veronique Vöku Jacques. Dómnefnd mælir með að þeim verði boðin þátttaka í verkefninu.

YrkjaIIImSI

Gísli Magnússon og Veronique Vaka Jacques

Verkefnið hefst formlega þann 30. maí næstkomandi og mun standa í um níu mánuði. YRKJU III með SÍ lýkur með frumflutningi Sinfóníuhljómsveitarinnar á verkum þátttakenda. Tónleikarnir verða liður í Myrkum músíkdögum 2018.

Við óskum Gísla og Veronique Vöku til hamingju og bjóðum þau velkomin í YRKJU!