Auglýst eftir umsóknum um þátttöku í YRKJU II með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Tónverkamiðstöð og Sinfóníuhljómsveit Íslands kalla nú eftir umsóknum frá tónskáldum um þátttöku í öðrum hluta YRKJU. Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2016. YRKJA er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar og veitir tónskáldum sem stödd eru á fyrri hluta starfsferils síns, tækifæri til að vinna með úrvali íslenskra listastofnana.  Markmið Yrkju er að veita hagnýta reynslu sem … Lesa áfram Auglýst eftir umsóknum um þátttöku í YRKJU II með Sinfóníuhljómsveit Íslands

YRKJA: Tónverkamiðstöð og Nordic Affect kalla eftir umsóknum um þátttöku í YRKJU.

Tónverkamiðstöð og Nordic Affect kalla eftir umsóknum um þátttöku í YRKJU sem er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar fyrir tónskáld. Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2015.

Yrkja – Tónverkamiðstöð og Sinfóníuhljómsveit Íslands kalla eftir umsóknum um þátttöku í Yrkju

Yrkja er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar fyrir tónskáld. Verkefnið parar saman valin tónskáld úr ólíkum áttum við úrval íslenskra listastofnanna. Á þessu starfsári fá tónskáld tækifæri til að vinna með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Jaðarberi tónleikaröð og Nordic Affect. Hér er auglýst efir umsóknum um þátttöku í verkefni með Sinfóníuhljómsveit Íslands.