Tom Manoury valinn til þátttöku í YRKJU með MENGI

Frestur til að sækja um þátttöku í Yrkju með Mengi, starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar, rann út á miðnætti 1. maí síðastliðinn. Níu umsóknir bárust og voru allar lagðar fyrir dómnefnd á fundi þann 10. maí að afstöðnu skoðunarferli. Í dómnefndinni sátu Berglind María Tómasdóttir tónskáld og flautuleikari, Elísabet Indra Ragnarsdóttir verkefnastjóri Mengis og Skúli Sverrisson tónlistarmaður og mentor verkefnisins. Niðurstaða … Lesa áfram Tom Manoury valinn til þátttöku í YRKJU með MENGI

Auglýst eftir umsóknum um þátttöku í YRKJU II með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Tónverkamiðstöð og Sinfóníuhljómsveit Íslands kalla nú eftir umsóknum frá tónskáldum um þátttöku í öðrum hluta YRKJU. Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2016. YRKJA er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar og veitir tónskáldum sem stödd eru á fyrri hluta starfsferils síns, tækifæri til að vinna með úrvali íslenskra listastofnana.  Markmið Yrkju er að veita hagnýta reynslu sem … Lesa áfram Auglýst eftir umsóknum um þátttöku í YRKJU II með Sinfóníuhljómsveit Íslands

YRKJA I

  Þriðji hluti YRKJU er nú hafinn eftir að dómnefnd skipuð meðlimum Nordic Affect valdi Georg Kára Hilmarsson til samstarfs í YRKJU með Nordic Affect. Áður höfðu fjögur tónskáld verið valin til Yrkju-þátttöku en í gegnum Yrkju fá valin tónskáld úr ólíkum áttum tækifæri til að vinna með úrvali íslenskra listastofnanna og öflugum handleiðurum (mentorum) … Lesa áfram YRKJA I

YRKJA: Tónverkamiðstöð og Nordic Affect kalla eftir umsóknum um þátttöku í YRKJU.

Tónverkamiðstöð og Nordic Affect kalla eftir umsóknum um þátttöku í YRKJU sem er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar fyrir tónskáld. Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2015.