Skoðaðu vefverslun Tónverkamiðstöðvar – Yfir 10.000 tónverk til sölu

Tónverkamiðstöð er miðstöð sígildrar- og samtímatónlistar á Íslandi.

Hlutverk miðstöðvarinnar er aðallega þríþætt:

  • að varðveita afrit af íslenskum tónverkum.
  • gera íslensk tónverk aðgengileg með nótnasölu- og leigu.
  • styðja starf íslenskra tónskálda með ráðgjöf og kynningu.

Í vefverslun Tónverkamiðstöðvar er hægt að kaupa nótur af um tíu þúsund íslenskum tónverkum – annað hvort til niðurhals eða sem prentuð eintök. Þú getur lesið meira um nótnasafnið hér.

Tónverkamiðstöð sinnir kynningarstarfi fyrir samtímatónlist á Íslandi. Þú getur lesið meira um kynningarverkefni miðstöðvarinnar hér.

Framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvar situr í Samráðshópi lista- og skapandi greina hjá Íslandsstofu.

Tónverkamiðstöð er aðili að International Association of Music Information Centres (IAMIC).

. . . . . . . . . . . . . . . . . .

Afgreiðsla Tónverkamiðstöðvar að Laugavegi 105 er opin mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga milli kl. 10 og 14.30. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir og pantanir á itm@mic.is.