top of page
Search

Classical Next verður haldið í Hannover, 17. til 20. maí 2022 – Auglýst eftir umsóknum

Classical Next (C:N) er alþjóðleg sýning og ráðstefna um klassíska tónlist og samtímatónlist sem hefur fest sig í sessi sem einn mikilvægasti fundarstaður þeirra sem starfa í þessum geira tónlistar. C:N hefur verið haldið í Rotterdam undanfarin ár en mun nú færa sig um set og verður á næsta ári haldið í Hannover í Þýskalandi dagana 17. til 20. maí. Á Classical Next er vegleg sýning þar sem ýmis tónlistarfyrirtæki, stofnanir, flytjendur og aðrir sem tengjast sígildri og samtímatónlist víðs vegar um heiminn kynna starfsemi sína og vörur. Samhliða sýningunni fara fram ráðstefna (conference), tónleikadagskrá (showcase) og verkefnakynningar (project-pitch). Dagskráin er að stórum hluta smíðuð út frá umsóknum áhugasamra og nú er auglýst eftir umsóknum frá flytjendum, fyrirlesurum og fleiri áhugasömum. Umsóknarfrestur er til 5. nóvember. Umsóknartexti á ensku fer hér á eftir en allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu Classical Next. Einnig er hægt að hafa samband við Valgerði, framkvæmdastjóra Tónverkamiðstöðvar til skrafs og ráðagerða. Við hvetjum alla sem starfa í sígildri og samtímatónlist til að skoða málið.

 

Call for Proposals for Classical:NEXT 2022

Classical:NEXT, the Global Gathering for All Art Music Professionals, is calling for outstanding submissions for its 2022 programme. We seek “NEXT” artists and music projects as well as burning-issue and future-oriented topics. Classical:NEXT is a forum "by the community, for the community" and offers an open platform. This means it is international professionals like you who create the content. Be a part of our next edition’s programme! It's free and simple to do at our dedicated website. All proposals for project pitches, live concert showcases as well as conference sessions will be considered by an independent jury of international experts. The deadline to apply is Friday, 5 November 2021. The last physical edition of Classical:NEXT was attended by 1,300 professionals from 45 countries, representing all branches of the art music tree such as presenters, labels, artists, managers, higher education, distributors, media, agents, publishers and more. Check out our proposal site and submit your NEXT ideas: www.classicalnext.org All information about the submission process and this year's jury can be found here. Learn more about Classical:NEXT here. Why should you take part? Find out here.





Comments


bottom of page