top of page
Search

Starfslaun listamanna: Opið fyrir aukaúthlutun – Umsóknarfrestur til miðnættis 25. maí

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Launasjóð listamanna vegna aukaúthlutunar sem byggir á aðgerðum ríkisstjórnar til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.


Listamenn geta sótt um 1-6 mánuði til að sinna afmörkuðum verkefnum, skv. 12. gr. laga um listamannalaun, 2. mgr. Samkvæmt ákvörðun stjórnar er að þessu sinni ekki tekið á móti umsóknum frá listamönnum sem þegið hafa 12 mánaða úthlutun eða meira á árinu 2020. 

Umsóknum skal skilað rafrænt, í síðasta lagi 25. maí nk. fyrir miðnætti.


Úthlutun byggir á aðgerðum ríkisstjórnar til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.






69 views

Comments


bottom of page