Listamannalaunum hefur verið úthlutað fyrir árið 2021.
Til úthlutunar úr Launasjóði listamanna eru 2.150 mánaðarlaun, sem er 550 mánaða aukning frá 1.600 lögfestum mánuðum, til kominn vegna faraldurs. Fjöldi umsækjenda var 1.440 (1305 einstaklingar og 135 sviðslistahópar með um 940 listamönnum). Sótt var um 13.675 mánuði. Úthlutun fá 308 listamenn og 26 sviðlistahópar með um 145 sviðlistamönnum (alls um 450 listamenn).
Starfslaun listamanna eru 409.580 kr. á mánuði samkvæmt fjárlögum 2021. Um verktakagreiðslur er að ræða. Frétt um úthlutun listamannalauna á vef Rannís
Comments