Tónverkamiðstöð er miðstöð sígildrar- og samtímatónlistar á Íslandi. Hlutverk miðstöðvarinnar er aðallega þríþætt:

  • að varðveita afrit af íslenskum tónverkum
  • gera íslensk tónverk aðgengileg með nótnasölu og -leigu
  • styðja starf íslenskra tónskálda með ráðgjöf og kynningu

Tónverkamiðstöð heldur úti vefverslun, þar sem þú getur skoðað mikið úrval íslenskra tónverka og keypt nótur til niðurhals eða pantað prentuð eintök. Þú getur lesið meira um nótnasafnið hér.

Tónverkamiðstöð sinnir kynningarstarfi fyrir samtímatónlist á Íslandi. Þú getur lesið meira um kynningarverkefni miðstöðvarinnar hér.

Framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvar situr í Samráðshópi lista- og skapandi greina hjá Íslandsstofu.

Tónverkamiðstöð er aðili að International Association of Music Information Centres (IAMIC).