Apríl 2017: Reykjavík Festival í Los Angeles

Vorið 2017, nánar tiltekið 1. til 17. apríl, stendur Los Angeles Philharmonic fyrir menningarhátíð sem ber yfirskriftina Reykjavík Festival. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar  eru Esa-Pekka Salonen og Daníel Bjarnason. Eins og lýst er á vef LA Phil spannar dagskrá hátíðarinnar breitt svið samtímatónlistar sem flutt verður af einvalaliði listamanna, en býður einnig upp á sjónlistir, fyrirlestra og kvikmyndir. Þegar hefur verið … Lesa áfram Apríl 2017: Reykjavík Festival í Los Angeles

Auglýst eftir umsóknum um þátttöku í YRKJU II með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Tónverkamiðstöð og Sinfóníuhljómsveit Íslands kalla nú eftir umsóknum frá tónskáldum um þátttöku í öðrum hluta YRKJU. Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2016. YRKJA er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar og veitir tónskáldum sem stödd eru á fyrri hluta starfsferils síns, tækifæri til að vinna með úrvali íslenskra listastofnana.  Markmið Yrkju er að veita hagnýta reynslu sem … Lesa áfram Auglýst eftir umsóknum um þátttöku í YRKJU II með Sinfóníuhljómsveit Íslands

YRKJA I

  Þriðji hluti YRKJU er nú hafinn eftir að dómnefnd skipuð meðlimum Nordic Affect valdi Georg Kára Hilmarsson til samstarfs í YRKJU með Nordic Affect. Áður höfðu fjögur tónskáld verið valin til Yrkju-þátttöku en í gegnum Yrkju fá valin tónskáld úr ólíkum áttum tækifæri til að vinna með úrvali íslenskra listastofnanna og öflugum handleiðurum (mentorum) … Lesa áfram YRKJA I