Orðið Tónlist: Jórunn Viðar

Orðið Tónlist: Jórunn Viðar from Ari Alexander Ergis Magnusson on Vimeo. Jórunn Viðar tónskáld var jarðsungin frá Dómkirkjunni í gær. Kvikmyndargerðarmaðurinn Ari Alexander gerði um árið heimildamynd um Jórunni sem frumsýnd var 12. apríl árið 2009. Myndin er 73 mínútur að lengd og hefur Ari gert hana aðgengilega á Vimeo. Okkur er ljúft og skylt að deila … Lesa áfram Orðið Tónlist: Jórunn Viðar

Forseti Íslands settur í embætti – tónlistin við athöfnina

uðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands í gær, 1. ágúst. Eins og hefð gerir ráð fyrir var athöfnin tvískipt, annars vegar messa í Dómkirkjunni og hins vegar formleg innsetningarathöfn í Alþingishúsinu. Tónlistin lék stórt hlutverk í athöfninni og fer hér á eftir yfirlit yfir þau íslensku tónverk sem leikin voru við athöfnina, ásamt tenglum á viðkomandi verk í vefverslun Tónverkamiðstöðvar.

Auglýst eftir umsóknum um þátttöku í YRKJU II með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Tónverkamiðstöð og Sinfóníuhljómsveit Íslands kalla nú eftir umsóknum frá tónskáldum um þátttöku í öðrum hluta YRKJU. Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2016. YRKJA er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar og veitir tónskáldum sem stödd eru á fyrri hluta starfsferils síns, tækifæri til að vinna með úrvali íslenskra listastofnana.  Markmið Yrkju er að veita hagnýta reynslu sem … Lesa áfram Auglýst eftir umsóknum um þátttöku í YRKJU II með Sinfóníuhljómsveit Íslands

YRKJA I

  Þriðji hluti YRKJU er nú hafinn eftir að dómnefnd skipuð meðlimum Nordic Affect valdi Georg Kára Hilmarsson til samstarfs í YRKJU með Nordic Affect. Áður höfðu fjögur tónskáld verið valin til Yrkju-þátttöku en í gegnum Yrkju fá valin tónskáld úr ólíkum áttum tækifæri til að vinna með úrvali íslenskra listastofnanna og öflugum handleiðurum (mentorum) … Lesa áfram YRKJA I

YRKJA: Tónverkamiðstöð og Nordic Affect kalla eftir umsóknum um þátttöku í YRKJU.

Tónverkamiðstöð og Nordic Affect kalla eftir umsóknum um þátttöku í YRKJU sem er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar fyrir tónskáld. Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2015.