Orðið Tónlist: Jórunn Viðar

Orðið Tónlist: Jórunn Viðar from Ari Alexander Ergis Magnusson on Vimeo. Jórunn Viðar tónskáld var jarðsungin frá Dómkirkjunni í gær. Kvikmyndargerðarmaðurinn Ari Alexander gerði um árið heimildamynd um Jórunni sem frumsýnd var 12. apríl árið 2009. Myndin er 73 mínútur að lengd og hefur Ari gert hana aðgengilega á Vimeo. Okkur er ljúft og skylt að deila … Lesa áfram Orðið Tónlist: Jórunn Viðar

Tom Manoury valinn til þátttöku í YRKJU með MENGI

Frestur til að sækja um þátttöku í Yrkju með Mengi, starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar, rann út á miðnætti 1. maí síðastliðinn. Níu umsóknir bárust og voru allar lagðar fyrir dómnefnd á fundi þann 10. maí að afstöðnu skoðunarferli. Í dómnefndinni sátu Berglind María Tómasdóttir tónskáld og flautuleikari, Elísabet Indra Ragnarsdóttir verkefnastjóri Mengis og Skúli Sverrisson tónlistarmaður og mentor verkefnisins. Niðurstaða … Lesa áfram Tom Manoury valinn til þátttöku í YRKJU með MENGI

Jón Nordal níræður

  Jón Nordal, eitt helsta samtímatónskáld okkar Íslendinga, varð níræður á sunnudaginn var. Jón hefur sett mark sitt á tónlistarlíf Íslendinga sem tónskáld, píanóleikari, kennari og skólastjóri Tónlistarskóla Reykjavíkur til fjölda ára. Hann var einn af stofnendum Musica Nova, félags sem opnaði leið fyrir flutning samtímatónlistar hér á landi, bæði íslenskrar og erlendrar. Jón lærði … Lesa áfram Jón Nordal níræður

Auglýst eftir umsóknum um þátttöku í YRKJU II með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Tónverkamiðstöð og Sinfóníuhljómsveit Íslands kalla nú eftir umsóknum frá tónskáldum um þátttöku í öðrum hluta YRKJU. Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2016. YRKJA er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar og veitir tónskáldum sem stödd eru á fyrri hluta starfsferils síns, tækifæri til að vinna með úrvali íslenskra listastofnana.  Markmið Yrkju er að veita hagnýta reynslu sem … Lesa áfram Auglýst eftir umsóknum um þátttöku í YRKJU II með Sinfóníuhljómsveit Íslands

YRKJA I

  Þriðji hluti YRKJU er nú hafinn eftir að dómnefnd skipuð meðlimum Nordic Affect valdi Georg Kára Hilmarsson til samstarfs í YRKJU með Nordic Affect. Áður höfðu fjögur tónskáld verið valin til Yrkju-þátttöku en í gegnum Yrkju fá valin tónskáld úr ólíkum áttum tækifæri til að vinna með úrvali íslenskra listastofnanna og öflugum handleiðurum (mentorum) … Lesa áfram YRKJA I