Forseti Íslands settur í embætti – tónlistin við athöfnina

uðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands í gær, 1. ágúst. Eins og hefð gerir ráð fyrir var athöfnin tvískipt, annars vegar messa í Dómkirkjunni og hins vegar formleg innsetningarathöfn í Alþingishúsinu. Tónlistin lék stórt hlutverk í athöfninni og fer hér á eftir yfirlit yfir þau íslensku tónverk sem leikin voru við athöfnina, ásamt tenglum á viðkomandi verk í vefverslun Tónverkamiðstöðvar.

Tom Manoury valinn til þátttöku í YRKJU með MENGI

Frestur til að sækja um þátttöku í Yrkju með Mengi, starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar, rann út á miðnætti 1. maí síðastliðinn. Níu umsóknir bárust og voru allar lagðar fyrir dómnefnd á fundi þann 10. maí að afstöðnu skoðunarferli. Í dómnefndinni sátu Berglind María Tómasdóttir tónskáld og flautuleikari, Elísabet Indra Ragnarsdóttir verkefnastjóri Mengis og Skúli Sverrisson tónlistarmaður og mentor verkefnisins. Niðurstaða … Lesa áfram Tom Manoury valinn til þátttöku í YRKJU með MENGI

Auglýst eftir umsóknum um þátttöku í YRKJU II með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Tónverkamiðstöð og Sinfóníuhljómsveit Íslands kalla nú eftir umsóknum frá tónskáldum um þátttöku í öðrum hluta YRKJU. Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2016. YRKJA er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar og veitir tónskáldum sem stödd eru á fyrri hluta starfsferils síns, tækifæri til að vinna með úrvali íslenskra listastofnana.  Markmið Yrkju er að veita hagnýta reynslu sem … Lesa áfram Auglýst eftir umsóknum um þátttöku í YRKJU II með Sinfóníuhljómsveit Íslands

YRKJA: Tónverkamiðstöð og Nordic Affect kalla eftir umsóknum um þátttöku í YRKJU.

Tónverkamiðstöð og Nordic Affect kalla eftir umsóknum um þátttöku í YRKJU sem er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar fyrir tónskáld. Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2015.

Auglýsum eftir framkvæmdastjóra í afleysingu

Tónverkamiðstöð auglýsir eftir kraftmiklum og drífandi einstaklingi til að leysa framkvæmdastjóra miðstöðvarinnar af frá 1. nóvember 2015 til 1. september 2016 vegna barnsburðarleyfis. Viðkomandi þarf að hafa áhuga og þekkingu á íslenskri samtímatónlist, hafa góða skipulagshæfileika og vera mjög tæknifær.  Framkvæmdastjóri heldur utan um rekstur miðstöðvarinnar, ber ábyrgð á fjármálum og bókhaldi ásamt því að … Lesa áfram Auglýsum eftir framkvæmdastjóra í afleysingu